Aðventa á Fjöllum - ljósmyndabók

Glæsileg ljósmyndabók

Út er komin hjá Sölku ljósmyndabókin Aðventa á Fjöllum eftir Sigurjón Pétursson og Þóru Hrönn Njálsdóttur. Bókin er afrakstur ljósmyndaverkefnis þeirra hjóna sem var innblásið af Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Í bókinni eru óviðjafnanlegar vetrarmyndir af söguslóðum Aðventu og myndir úr Sæluhúsinu við Jökulsá sem Fjalla-Bensi gisti í á ferðum sínum um Mývatnsöræfin. Ljósmyndirnar voru fyrst sýndar á sýningu á Skriðuklaustri í nóvember og desember en eru nú á sýningu í Þjóðminjasafninu sem var opnuð 21. apríl sl. Salka gefur bókina út á íslensku, ensku og þýsku. Sjá nánar á heimasíðu Sölku og góða umfjöllun í Kiljunni 18. apríl. Gunnarsstofnun og Menningarráð Austurlands studdu ljósmyndaverkefnið ásamt Þjóðminjasafninu.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur