Sagan af klaustrinu á Skriðu
Út er komin hjá Sögufélagi bókin Sagan af klaustrinu á Skriðu eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing. Steinunn stýrði uppgrefti á Skriðu, einni viðamestu fornleifarannsókn sem ráðist hefur verið í um árabil á Íslandi. Á daginn kom að Skriða var ekki aðeins aðsetur munka með helgihaldi og heitum bænum, heldur einnig skjól hinna sjúku og dauðvona. Í bókinni er saga staðarins rakin, sagt frá leitinni að klaustrinu og óvæntum niðurstöðum uppgraftarins sem er nýlokið. Í verkinu eru yfir 150 ljósmyndir, kort og teikningar. Steinunn Kristjánsdóttir segir frá klaustrinu og uppgreftinum á fjörugan og skemmtilegan hátt, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum. Fyrir lesendum opnast heimur trúar og valds, lífs og dauða. Bókin er að sjálfsögðu til sölu á Skriðuklaustri en mennta- og menningarmálaráðherra fékk afhent fyrsta eintakið á Skriðuklausturshátíðinni 19. ágúst sl.
- Created on .