Sumarið komið í dalinn
Sumarið er komið í dalinn. Mispillinn við Gunnarshús farinn að grænka og fuglasöngur fyllir loftið. Í dag er 1. maí og það þýðir að sumaropnun er hafin. Fram í miðjan september verður opið daglega á Skriðuklaustri. Í maí er opið kl. 12-17 en síðan lengist opnunartíminn 1. júní í kl. 10-18. Sýningin Flæði eftir Lóu er í gallerí Klaustri og í stássstofu er Lagarfljótsormurinn á kreiki. Klausturkaffi býður upp á veitingar í hádegi og kaffi og um helgar er hádegis- og kaffihlaðborð.
- Created on .