Páskasýningar 2019 - Hreindýradraugur og +/- 100
Páskasýningarnar á Skriðuklaustri 2019 snúast um hreindýr og nytjalist úr austfirsku hráefni. Í stássstofunni er sýning franska listmannsins François Lelong á skúlptúrum, teikningum og málverkum. Í verkum sínum leitast listamaðurinn við að draga fram tengingu manns og náttúru gegnum lífvist hreindýra. Í gallerí Klaustri sýnir Hús handanna þrjú samstarfsverkefni um hönnun á nytjahlutum úr staðbundnu hráefni. Innblásturinn er sóttur í bændamenningu Íslendinga og efniviðurinn í austfirska skóga. Sýningarnar eru opnar alla daga kl. 12-16 og til kl. 17 um helgar og páska. Þær standa til 27. apríl.