Myndlist, bókmenntir, tónlist og Grýla
Það er margt um að vera á Skriðuklaustri um helgina. Á laugardag 2. des. kl. 13 verða opnaðar tvær myndlistarsýningar. Annars vegar Skytturnar þrjár með verkum eftir Sigga Ingólfs og syni. Hins vegar Earth, stone & lava, sýning þýsku listakonunnar Birgit Jung. Rithöfundalestin rennir síðan í hlað kl. 14 með Jónas Reynir, Val Gunnars, Hrönn Reynis og Friðgeir Einars í broddi fylkingar en jafnframt verður lesið úr austfirskum verkum. Laugardeginum lýkur síðan með stofutónleikum Svavars Knúts kl. 20.30. Á sunnudaginn er opið kl. 13-17 og kl. 14 er hin árvissa Grýlugleði þar sem sagt er frá Grýlu og hyski hennar.