Sýningar, skáld, tónleikar og Grýla
Vegna veðurs hefur opnun myndlistarsýninga sem vera átti 25. nóv. verið frestað til kl. 13. laugard. 2. des. Fyrstu helgina í aðventu verður því margt um að vera á Skriðuklaustri. Opið verður báða daga kl. 13-17. Við byrjum á laugard. með opnun sýningarinnar Skytturnar þrjár með verkum Sigga Ingólfs og sona og sýningu hinnar þýsku Birgit Jung, Earth, Stone and Lava. Rithöfundalestin rennir síðan í hlað kl. 14 og þar munu lesa: Jónas Reynir Gunnarsson, Friðgeir Einarsson, Hrönn Reynisdóttir, Valur Gunnarsson og Sigga Lára Sigurjóns auk fleiri höfunda. Aðgangseyrir er 2000 kr. og hálfvirði fyrir eldri borgara og börn. Kaffi og kökur innifaldar. Á laugardagskvöldið verðu Svavar Knútur síðan með stofutónleika kl. 20.30. Aðgangseyrir kr. 2000. Sunnudaginn 3. des. er síðan hin árvissa Grýlugleði kl. 14 og jólakökuhlaðborð á eftir henni. Helgina 9.-10. des. verður opið kl. 13-17 bæði laugardag og sunnudag og þá verður haldið upp á 20 ára afmæli Gunnarsstofnunar. Meira um það síðar.