Undralandið í gallerí Klaustri
Föstudaginn 12. sept. kl. 16 opnar Lóa Björk Bragadóttir nýja sýningu í gallerí Klaustri. Náttúruöflin í Undralandinu (Ísland) eru ein helsta uppspretta hugmynda að verkunum sem Lóa Björk sýnir nú. Hin sífellda hreyfing og umbreyting náttúruaflanna eru þeir meginþættir sem liggja til grundvallar verkanna en einnig sækir hún innblástur í ljóðlist Sigurðar Ingólfssonar skálds. Hún hefur unnið með ólíka miðla í myndlist sinni til þessa en þó aðallega málverk. Í þessum verkum eru möguleikar línuspils þess óræða í náttúrunni skoðaðir á óhlutbundinn hátt með vatnslitum og blandaðri tækni. Allir velkomnir á opnun.
- Created on .