Valdimar á Fljótsdalsdegi

Hinn árlegi Fljótsdalsdagur er sunnudaginn 24. ágúst (sjá heildardagskrá á ormsteiti.is) Á Skriðuklaustri hefjast leikar kl. 11 með ratleik fyrir fjölskylduna. Dagskrá við Gunnarshús byrjar kl. 13.30 með tónleikum með hljómsveitinni VALDIMAR. Síðan taka við hefðbundnir Þristarleikar þar sem keppt er í steinatökum, sekkjahlaupi, fjárdrætti og rababaraspjótkasti ásamt því að dæmt verður um hver kemur með lengsta rababarann. Kl. 16.30 er svo guðsþjónusta beggja siða á rústum klausturkirkjunnar á minjasvæðinu. Að sjálfsögðu er hádegis- og kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi og opið hús að skoða sýningar.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur