Í grjótinu - kolateikningar
Opnuð hefur verið sýning á teikningum eftir Ólöfu Birnu Blöndal í gallerí Klaustri. Sýningin ber heitið „Í grjótinu“ sem vísar til þess að um er að ræða tólf kolateikningar af grjóti, stuðlabergi, fjöllum og steinamyndunum. Ólöf Birna sýndi síðast í gallerí Klaustri árið 2001 en hefur síðan þá tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar víða. Síðast sýndi hún í Sal íslenskrar grafíkur í Reykjavík á vordögum 2014. Sýningin stendur til 13. ágúst og er opin alla daga kl. 10-18.
- Created on .