Ljóðalestur og konudagskaffi
Sunnudaginn 23. feb. verður ljóðalestur á Skriðuklaustri. Finnsku ljóðskáldin Katariina Vuorinen og Marko Niemi lesa úr verkum sínum ásamt Ingunni Snædal og fleiri austfirskum skáldum. Katariina og Marko hafa að undanförnu dvalið hér á landi vegna samstarfs íslenskra og finnskra ljóðskálda og lesið m.a. í Norræna húsinu og á Hörmungardögum á Hólmavík. Ljóðalesturinn hefst kl. 14.30 og að honum loknum er konudagskaffi hjá Klausturkaffi. Kaffihúsið er opið kl. 15 - 17 á konudaginn.
- Created on .