Aurskriða á Skriðuklaustri

Aðfaranótt 23. janúar féll aurskriða úr Klausturhæð ofan og innan við Gunnarshús, beint upp af húsinu Skriðu. Látlaus rigning og vatnsveður síðustu daga setti af stað jarðveg um 200 m uppi í fjallinu og er skriðan um 40 m þar sem hún er breiðust. Skriðan fór niður að vegi og aðeins upp á hann svo að ryðja þurfti burt aur um morguninn. Langt er síðan fallið hefur aurskriða ofan við Skriðuklaustur en greinilegt að staðurinn stendur enn undir nafni. Fleiri myndir af aurskriðunni má sjá inni á Flickr síðu Skriðuklausturs

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur