Jólakveðja frá Skriðuklaustri
Hátíðin er að ganga í garð og góðu ári að ljúka. Gunnarsstofnun og Klausturkaffi óska öllum sem heimsóttu staðinn á árinu gleðilegra jóla og vonast til að sjá sem flesta aftur á nýju ári. Landsmenn allir eru minntir á að hlusta á lokalestur Aðventu á Rás 1 kl. 15. á morgun aðfangadag. Þá mun Svanhildur Óskarsdóttir ljúka lestri sínum á sögu Gunnars. En fyrir þá sem missa af þessu er hægt hlýða á upptöku af lestri Svanhildar í skrifstofu skáldsins á Skriðuklaustri 15. desember sl. hér á YouTube.
- Created on .