Out of Place og súkkulaðikökur
Í tilefni af Dögum myrkurs er opið um næstu helgi 16. og 17. nóv. kl. 14-17 á Skriðuklaustri. Sýnd verða myndbandsverk eftir skoska listamenn sem fjalla um náttúru og sögu hinna dreifðu og afskekktu byggða á austurströnd Skotlands, m.a. um skoska úlfinn sem dó út fyrir 300 árum. Listamennirnir hafa allir tekið þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir Skotlands hönd. Frances Davis frá Timespan menningarmiðstöðinni í Helmsdale mun segja frá verkunum og starfsemi Timespan kl. 14 á laugardaginn. Klausturkaffi býður upp á súkkulaðikökur með meiru báða dagana. Sjá nánar um verkin og listamennina.
- Created on .