Aðventa í Moskvu
Aðventa Gunnars er komin út á rússnesku í þýðingu Tatjönu Shenyavskayu, íslenskukennara við Mosvkuháskóla. Útgáfan var kynnt í Moskvu í gær um leið og ljósmyndasýning Sigurjóns Péturssonar, Aðventa á Fjöllum, var opnuð í gallerí FotoLoft í Winzavod listamiðstöðinni að viðstöddu fjölmenni. Aðventa er fyrsta bókin sem kemur út eftir Gunnar á rússnesku en rússneska er ellefta tungumálið sem sagan kemur út á. Milljónir manna víða um heim hafa lesið Aðventu frá því hún kom fyrst út 1936. Rússneska forlagið Text gefur bókina út og hana prýða teikningar Gunnars yngri. Sjá meira um útgáfuna og sýninga á Facebook síðu Skriðuklausturs.
- Created on .