Fljótsdalsdagurinn á sunnudag
Fljótsdalsdagur Ormsteitis er nk. sunnudag. Þá verður fjör á Klaustri að venju. Dagskráin hér hefst kl. 13 með barnastund í Snæfellsstofu (sem verður á heila tímanum fram eftir degi) og síðan eru tónleikar með Láru Rúnars við Gunnarshús kl. 13.30. Í kjölfarið tökum við til við hefðbundna Þristarleika þar sem keppt er í steinatökum, fjárdrætti, pokahlaupi og rababaraspjótkasti. Lengsti rababarinn verður síðan mældur. Kl. 16.30 verður guðsþjónusta á rústum klausturkirkjunnar. Að sjálfsögðu býður Klausturkaffi upp á hádegis- og kaffihlaðborð og greiða þarf fyrir veitingar en annað er frítt þennan daginn.
- Created on .