Ný sýning í gallerí Klaustri
Opnuð hefur verið ný sýning í gallerí Klaustri. Það er franska listakonan Alexandra Vassilikian sem sýnir ljósmyndir úr seríu sinni Umhverfis rótarhnyðju. Alexandra er af armenskum og þýskum ættum en fædd í Rúmeníu og fékk pólitískt hæli í Frakklandi á 9. áratugnum. Hún hefur sýnt verk sín víða um heim en býr og starfar bæði í Frakklandi og Þýskalandi. Sýningin verður uppi til 25. ágúst. Sjá meira um listakonuna á www.vassilikian.org
- Created on .