Aðventa lesin á sunnudaginn

Næsta sunnudag,  þriðja sunnudag í aðventu 16. desember, verður Aðventa lesin samtímis á tveimur stöðum. Menningarmiðstöð Þingeyinga stendur fyrir upplestri á Grenjaðarstað og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri í Fljótsdal mun Ævar Kjartansson lesa söguna. Lesturinn hefst á báðum stöðum kl. 14 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.

Sunnudaginn 9. desember var Aðventa Gunnars m.a. lesin upp í samkomusal norrænu sendiráðanna í Berlín. Þar mættu 112 manns til að hlýða á lesturinn en líkt og í fyrra var það þýski leikarinn Matthias Scherwenikas sem las söguna frá upphafi til enda.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur