Vetrarbrautarmeistarinn

Vetrarbrautarmót í lomber var haldið um helgina á Skriðuklaustri. Á það mættu hátt í 30 manns víðsvegar að af Austurlandi og einnig úr Húnaþingi. Spilað var frá hádegi og fram undir miðnætti. Við uppgjör kom í ljós að vetrarbrautarmeistari með 248 stig var Niels Sigurjónsson frá Fáskrúðsfirði. Í öðru sæti varð Hávarður Sigurjónsson frá Blönduósi og Óttar Orri Guðjónsson Fellabæ varð þriðji. Einnig voru veitt verðlaun í liðakeppni og varð sveit Fáskrúðsfirðinga þar stigahæst með Niels og hinn 99 ára gamla Guðjón Daníelsson í broddi fylkingar. Það voru lomberklúbburinn Tótus og Gunnarsstofnun sem stóðu fyrir mótinu og styrktaraðilar voru Spilavinir og Alcoa Fjarðaál. Fleiri myndir er að finna á  Snjáldurskinnu Skriðuklausturs

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur