Vetrarbrautarmót í lomber
Lomberklúbburinn Tótus og Gunnarsstofnun efna til Vetrarbrautarmóts í lomber fyrsta vetrardag, 27. október nk. Hefst spilamennskan kl. 13.00 og gert er ráð fyrir að spila fram til 23.00. Spilað verður í tveimur lotum, klassískur lomber og rauðuása-lomber. Verðlaun veitt fyrir samanlagðan árangur. Þeir sem vilja geta einnig tekið þátt í liðakeppni (3-4 í liði) og veitt verða sérstök verðlaun fyrir góðan árangur liðs. Þátttökugjald er kr. 6.500 með súpu í hádegi en 5.200 kr. m.v. kaffi og kvöldverð. Von er á Húnvetningum að norðan. Gott að fá skráningar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að hringja í síma 471-2990 eða mæta á staðinn á laugardaginn.
- Created on .