Ný sýning í gallerí Klaustri
Opnuð hefur verið ný sýning í gallerí Klaustri. Það er indversk bandaríski listamaðurinn Bivas Chaudhuri sem sýnir þar verk sem hann hefur unnið á Skriðuklaustri sl. vikur. Chaudhuri er fæddur í Kalkútta á Indlandi og nam þar myndlist en flutti í lok 8. áratugarins til New York. Þar lauk hann meistaranámi í myndlist frá Brooklyn College og hefur síðan búið og starfað sem myndlistarmaður í New York. Hann hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga víða um heim. Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í gestavinnustofum og dvalið í gestaíbúðum hluta úr ári í jafnólíkum stöðum og Noregi og Sambíu. Hann dvelur um þessar mundir í gestaíbúðinni að Skriðuklaustri. Sýning hans stendur til 16. september og er opin kl. 12-17, á opnunartíma hússins.
- Created on .