Þú ert hér: Home Skáldið Lífshlaupið Æskan
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Æskan

Prenta út

Gunnar 1907, áður en hann fór út til Danmerkur.

Gunnar Gunnarsson fæddist 18. maí 1889 á Valþjófsstað í Fljótsdal, næsta bæ við Skriðuklaustur. Hann var elsta barn foreldra sinna, Gunnars Helga Gunnarssonar og Katrínar Þórarinsdóttur.

Fjölskyldan flutti að Ljótsstöðum í Vopnafirði vorið 1896 og þar andaðist móðir hans úr lungnabólgu 18. september 1897. Móðurmissirinn varð honum þungbær og setti mark sitt á líf hans og skrif.

Fróðleiksfýsn
Skólaganga Gunnars var farkennsla í nokkrar vikur á vetri og einn vetur í barnaskóla á Vopnafirði. Jafnframt naut hann tilsagnar og dyggrar aðstoðar prestsins, Sigurðar P. Sívertsens, á Hofi. Fróðleiksfýsn sinni svalaði hann í bókum. Hann lét sér ekki nægja að lesa fornsögurnar og íslenskan skáldskap heldur las hann einnig skandinavískar bókmenntir og allar þær norrænu þýðingar á skáldverkum sem hann kom höndum yfir, m.a. Paradísarmissi eftir Milton og Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante.

Gunnar byrjaði ungur að yrkja kvæði og skrifa smásögur og leikrit. Þegar hann var aðeins 17 ára komu fyrstu bækur hans út, Vorljóð og Móðurminning. Ljóðakverin voru upphafið á langri og bjartri framabraut.

Gunnar Gunnarsson á Brekku í Fljótsdal. „Afi á Fjalli“, hinn væni og virðulegi föðurafi Gunnars. Þórarinn Hálfdanarson á Bakka í Bakkafirði. „Afi á Knerri“, hinn viðsjáli móðurafi Gunnars. Gunnar Helgi Gunnarsson, faðir skáldsins, og séra Sigurður Gunnarsson prestur á Valþjófsstað. Myndin er tekin þegar þeir eru 63 og 78 ára gamlir. Sigurður Gunnarsson, Gunnar Helgi, Gísli Helgason frændi þeirra á Hrappsstöðum og Gunnar sjálfur. Myndin er talin vera frá 1945. Gunnar Helgi með sonarsoninn Gunnar listmálara í túninu heima á Ljótsstöðum. Myndin er frá 1919.           Eintak af Den Glade Gård Små Historier frá 1916 Små Skuespil Valþjófsstaður um 1905 Ljótsstaðir í Vopnafirði Ljótsstaðir milli 1920 og 1930. Mynd úr eigu Gunnars Sigurðssonar frá Ljótsstöðum.

 

 

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni