Þú ert hér: Home Klausturkaffi
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Klausturkaffi

veitingar2013

klausturkaffilogo   heitir veitingastaður á neðri hæð Gunnarshúss á Skriðuklaustri. Þar er íslensk matargerð í hávegum höfð og lögð áhersla á að nota hráefni af svæðisins, s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað.

Á sumrin er boðið upp á hádegis- og kaffihlaðborð alla daga. Opið er á sama tíma og Gunnarshús er opið en utan opnunartíma árið um kring geta hópar pantað fjölbreyttar veitingar, t.d. hádegisverði, kaffiveitingar, smárétti og kvöldverði. Skoðið matseðlana okkar hér til hliðar.

Klausturkaffi framleiðir og selur matarminjagripi eins og Klausturfíflahunang, hvannarsultu, hrútaberjahlaup og hundasúrupestó. Sjá nánar um það undir vörur.

Gamla borðstofan í Gunnarshúsi  og sólstofan undir svölunum tak um 50 manns í sæti en á góðviðrisdögum er hægt að setjast út á suðurstétt og sleikja sólskinið með heimagerðum ís.

Klausturkaffi á aðild að:    

krasirlogo we are a proud member saf_logo

 

Sími: 471-2992 / 899-8168
Tölvupóstur: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

findusonfacebook

What people are saying

  • Trip Advisor
  • Facebook

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni