Viðburðir

Viðburðir eru margir á ári hverju á Skriðuklaustri. Haldnir eru tónleikar, málþing og fyrirlestrar auk annarra viðburða. Nokkrir fastir viðburðir hafa skapað sér sess og eru orðnir árvissir. Má þar nefna: Píslargöngu frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur á föstudeginum langa í samvinnu við presta á Héraði; messu á klausturrústum þriðja sunnudag í ágúst; Grýlugleði fyrsta sunnudag í aðventu; og upplestur á Aðventu Gunnars þriðja sunnudag í aðventu. Þá er hefð fyrir tónleikum á Fljótsdalsdegi Ormsteitis ásamt óhefðbundnu íþróttamóti. Fylgist með viðburðum á Facebook Skriðuklausturs.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur