Helgin 27.-28. september er síðasta helgin sem verður opið á næstunni á Skriðuklaustri og síðasti sjéns til að komast í hlaðborðin hjá Klausturkaffi. Opið er kl. 12-17 báða daga. Minnum á sýningu Lóu Bjarkar Bragadóttur, Undralandið, í gallerí Klaustri. Í október verður opið á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 10-16 í tengslum við ferðir Norrænu. En að sjálfsögðu geta síðan hópar alltaf haft samband og fengið leiðsögn eða veitingar.