Í gallerí Klaustri stendur nú yfir sýning Auðar Bergsteinsdóttur á bróderuðum hnyklum. Auður er fædd á Bessastöðum í Fljótsdal en hefur lengst af búið í Reykjavík. Hnykla sína býr hún til úr ýmsum efnum en saumar út í þá með ull, hörþræði og ýmsu öðru garni. Hnyklarnir eru af ýmsum stærðum og munstrin sækir Auður í íslenskt handverk og náttúru. Sýningin eru opin gallerí Klaustri alla daga til 7. september.