Sýningin Undir Klausturhæð hefur verið opnuð að nýju. Á henni fræðast gestir um sögu miðaldaklaustursins og fornleifarannsóknina sem stóð yfir frá 2002-2012. Munir sem fundust við uppgröftinn eru til sýnis og þar á meðal stytta af heilagri Barböru, gullhringur og frönsk reiknimynt. Minjasvæðið neðan við Gunnarshús er síðan opið og aðgengilegt með fræðsluskiltum. Í maí er opið á Skriðuklaustri alla daga kl. 12-17.