Þórunn og Pétur við opnun

Opnuð hefur verið í gallerí Klaustri sýningin Fjöllin og Fljótið. Það eru hjónin Þórunn Víðisdóttir og Pétur Sörensson sem sýna þar olíumálverk og ljósmyndir þar sem austfirsk náttúra er meginviðfangsefnið. Á sýningunni eru 19 málverk og 8 svarthvítar ljósmyndir. Sýningin stendur til 29. ágúst og er opin á opnunartíma Gunnarhús, kl. 10-18 alla daga.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur