129 ár frá fæðingu Gunnars skálds

Í dag, 18 maí, eru liðin 129 ár síðan Gunnar Gunnarsson fæddist á Valþjófsstað. Svo skemmtilega vill til að þessi sami mánaðardagur er alþjóðlegi safnadagurinn og söfn um allan heim opna dyr sínar fyrir gestum. Það er líka gert á Skriðuklaustri og er frítt inn á safnið eftir hádegi í dag. Síðustu ár hefur verið úthlutað úr Menningarsjóði Gunnarsstofnunar á fæðingardegi skáldsins en að þessu sinni fer sú athöfn fram laugardaginn 19. maí kl. 15.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur