Þú ert hér: Home Fornleifar Saga Skriðuklausturs Bókagerð
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Bókagerð

Prenta út

BókagerðBókagerð og skriftir  voru stór hluti af starfsemi flestra miðaldaklaustra. Mikill tími fór í afritun bóka, einkum bóka til helgihalds í klaustrunum og utan þeirra, en jafnframt var lögð áhersla á að safna og varðveita fróðleik, sögur og kveðskap. Hér á landi voru bræður af reglu heilags Benedikts iðnari við skriftirnar en Ágústínusar og margar andlegar og veraldlegar miðaldabókmenntir okkar Íslendinga frá þeim runnar.

Skrifuð voru trúarkvæði, heilagramannasögur,  konungasögur, biskupasögur og þýdd erlend helgirit og fræðibækur, svo nokkuð sé nefnt. Þá liggur fyrir að í bókasöfnum klaustranna mátti einnig  finna bókmenntir eins og Skjöldungasögu og Völsungasögu þó að seint teljist þær til trúarlegra rita.

Bókagerð

Bækur voru ritaðar á bókfell fram yfir siðaskipti þegar pappír tók að berast til landsins. Yfirleitt var um kálfsskinn að ræða sem verka þurfti á sérstakan máta til að breyta því í bókfell. Þá þurfti einnig að búa til blek með því að sjóða saman ákveðnar jurtir. Bókagerð fylgdi því mikil vinna og mörg handtök og ummerki þess sjást á Skriðuklaustri. Fundist hafa vikursteinar sem notaðir hafa verið til að slípa skinn, litunarsteinar, bókarskraut, margskonar hnífar, bókaspensl og stimpillakk. Þá var komið niður á tvo seyði sem gætu hafa verið notaðir við að sjóða niður blek.

Bókasafn klaustursins

BókasafnUm bókakost klaustursins að Skriðu er lítið vitað. Í úttekt á klausturkirkjunni 1598 kemur fram að 55 bækur séu þar til staðar. Þá er hálf öld liðin frá því klaustrið leggst af og þessar bækur því trúlega aðeins hluti af bókasafni klaustursins. Sé þessi fjöldi borinn saman við bókaeign annarra klaustra sést að bækur á Skriðuklaustri hafa ekki verið færri en annars staðar og jafnvel fleiri. Rennir það stoðum undir tilgátur fornleifafræðinga um bókagerð á staðnum. Ókunnugt er um afdrif þessara bóka en þær gætu hafa týnst í hafi líkt og skinnbréf Skriðuklausturs sem send voru áleiðis til Kaupmannahafnar árið 1697.

Máríutíðir

Klaustrið að Skriðu var helgað Maríu mey og hinu heilaga blóði. Helgikvæði eru ekki ort að marki á Íslandi fyrr en eftir 1100 og lítið er um Maríukvæði í helgikvæðum Íslendinga fyrr en á 14. öld.  Á 12. og 13. öld víkur Kristur konungur æ meira fyrir píslum krosshangans, Maríu mey, miskunn hennar og sorg.

 

Úr Máríutíðum

Ave helgasta mey María

vegsamleg Ísraels gloria

ertu full af guðlegri gratia,

mildur Drottinn býr og byggir í þinni anima.

Ávallt blessuð meðal allra kvenna femina,

ræsir hæsta drottning í himneskri curia

ilmandi mey af mjúkri misericordia,

ástúðleg af ágætri clementia.

 

 


Efnahagur

 

 

 
  Viðey Helgafell Möðruvellir Munkaþverá Þingeyrar Reynistaður
Ártal 1397 1397 1525 1525 1525 1525
 
 
Helgisiðabækur 4 25 73 66 32 26
Lögfræðirit 2 0 0 1 0 0
Heilög ritning, guðfræði 37 0 1 0 1 1
Kennslubækur 8 0 0 0 0 0
Norræn rit 9 35 0 15 10 12
Ónafngreind rit 0 100 2 0 3 0
 
 
Samtals 60 160 76 82 46 39
 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni