Þú ert hér: Home Skáldið Lífshlaupið Gunnar og Þýskaland
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Gunnar og Þýskaland

Prenta út

Gunnar að tala í þýska útvarpið. Eitt stærsta markaðssvæði fyrir evrópska rithöfunda á fyrri hluta 20. aldar var hinn þýskumælandi hluti Evrópu. Þar sá Gunnar tækifæri og strax 1913 var hann kominn með þýskan þýðanda að verkum sínum.

Sögur eftir hann fóru að birtast í þýskum blöðum og tímaritum upp úr 1914. Regluleg útgáfa á bókum hans í Þýskalandi hófst hins vegar ekki fyrr en 1927 og öðlaðist hann fljótlega miklar vinsældir.

Þegar leið á 4. áratuginn var Gunnar einn þeirra norrænu höfunda sem nýir valdhafar þriðja ríkisins Gunnar og Fritz Höger.sýndu velþóknun á og hömpuðu. Á vegum hins rótgróna norræna menningarfélags, Die Nordische Gesellschaft, sem nasistar lögðu undir sig 1933 var Gunnari boðið í margar fyrirlestraferðir og bækur hans seldust í stórum upplögum. Gunnar var gerður heiðursdoktor við háskólann í Heidelberg 1936 og hlaut Heinrich Steffens verðlaunin 1937. Síðustu ferð sína til Þýskalands á vegum norræna félagsins fór Gunnar fyrri hluta árs 1940. Ferðaðist hann þá alla leið frá Skriðuklaustri og las upp í 40 borgum. Við lok ferðarinnar hitti hann Hitler og er eini Íslendingurinn sem vitað er að hafi hitt hann. Gunnar kom ekki til Þýskalands aftur fyrr en eftir styrjöldina.

Gunnar ásamt skáldum og listamönnum úr Entiher-hópnum. Talið frá vinstri; H. Ehrke, G. Frenssen, Fritz Höger, Gunnar, W. Lobsien & H. Eckmann. Hans Friedrich Blunck, Frú Sammelroth og Gunnar. Sammelroth var ritstjóri kvennablaðs nasista, Frauenwarte. Dr. Müller, Gunnar, V. Wronski og Skovsen 1940 Wronski, Gunnar, Müller og Skovsen Gunnar, Skovsen og Wronski. Gunnar umkringdur þýskum aðdáendum. Gunnar í Hamborg 1938-39. Gunnar í Þýskalandi.

 

Æskan
Leiðarlokin
Þrautin Tilnefningar til Nóbelsverðlauna
Framinn Skandinavismi
Heimförin

 

 

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni