Þú ert hér: Home Fornleifar Saga Skriðuklausturs Húsaskipan & mataræði
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Húsaskipan & mataræði

Prenta út

Túlkun fornleifafræðinga á rústum Skriðuklausturs.Augljóst er að við húsaskipan og röðun herbergja í Skriðuklaustri hefur verið tekið mið af alþjóðlegum hugmyndum kaþólsku kirkjunnar um lokaðan heim klaustranna. Klausturkirkju, vistarverum og útihúsum var raðað niður eftir fastri reglu og myndaði klausturbyggingin venjulega samliggjandi þyrpingu húsa. Svefnskáli var næstur kirkju og baðhús þar við hliðina. Út frá norðvesturhorni klaustursins lá önnur álma í austur. Þar hefur samtalsherbergi reglubræðra verið og þar við hliðina matsalur og eldhús. Milli matsalar og eldhúss hefur aðalinngangurinn í klaustrið legið. Þar gátu umkomulausir leitað skjóls og fengið mat. Inngangur reglubræðra var hins vegar venjulega í gegnum kirkjuna. Útihús með geymslum og peningshúsum lokuðu síðan rammanum syðst í þyrpingunni. Í henni miðri var loks garður með brunni sem tákna átti uppsprettu lífsins.

RuslahrúgaGreiningar dýrabeina og skordýraleifa styðja við þær niðurstöður sem hér hafa verið lagðar fram um staðsetningu matsals og eldhúss. Hlutfallslega mest hefur fundist af dýrabeinum þar en einnig í innganginum í klaustrið. Þarna hafa fundist leifar skordýra sem leita í rotnandi matarleifar hverskonar. Á borðum hefur verið kjötmeti af nautgripum, sauðfé og sel, sem og fiskur úr sjó og vötnum en greind hafa verið bein úr þorski, silungi og laxi úr rústum Skriðuklausturs. Kjötmetið hefur að mestu fengist af þeim búpeningi sem alinn var á staðnum eða á nálægum eignarjörðum klaustursins. Selkjötið og sjávarfiskurinn hefur að öllum líkindum borist íbúum klaustursins sem leigugjöld, gjafir eða próventa víða að á Austurlandi. Auk þess má gera ráð fyrir að heimaræktaðar og villtar jurtir hafi verið nýttar til matargerðar.

Einn af þeim hnífum sem fundist hafa í rústunum.Nokkuð hefur fundist af áhöldum og ílátum við uppgröftinn. Sleifar og hnífsköft hafa einkum verið gerð úr beinum og hornum. Hnífarnir sjálfir hafa verið gerðir úr járni en yfir 40 matarhnífar hafa fundist. Einnig hafa nokkrar sleggjur úr innlendu grjóti verið grafnar upp en þær voru nýttar til þess að berja harðfisk. Ílát voru aðallega úr innfluttum leir en einnig úr tré. Brot úr þrífættum leirpottum hafa fundist auk leiríláta undan mat og drykk. Þau voru öll flutt inn frá Suður-Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi. Sömu tegundir hafa fundist við aðra fornleifauppgrefti hérlendis og samræmast einnig sögu verslunar á Íslandi. Undantekningin frá þessu eru brotin frá Frakklandi. Þau hafa aðeins fundist á Skriðuklaustri og geta því bent til sérstakra tengsla á milli Austfjarða og Frakklands.

Dýrabein sem fundist hafa.Hugsanlegt er að menn hafi setið við tafl í matsal klaustursins, ef marka má taflmann sem fannst á staðnum. Hann fannst í úrgangsleifum í innganginum við hlið matsalarins. Talið er að kirkjunnar menn hafi flutt nútímaskák hingað til lands á fyrstu öldum kristni. Algengt var að teflt væri í klaustrunum og oft þá í matsal þeirra.


Brot úr leiríláti. Brot úr leiríláti. Brot úr leiríláti. Hnífsblað. Hnífur.

Efnahagur
 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni