Þú ert hér: Home Skáldið Lífshlaupið Leiðarlokin
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Leiðarlokin

Prenta út
Gunnar á níræðisaldri.

Þjóðlífsbreytingar styrjaldaráranna og brestandi heilsa Franziscu gerðu draum skáldsins um herragarðsbúskap að Skriðuklaustri að engu. Þau hjónin gáfu ríkinu Skriðuklaustur 1948, fluttu til Reykjavíkur og reistu hús á Dyngjuvegi 8 þar sem þau bjuggu til æviloka.  

Höfundarferillinn
Bestu bækur Gunnars eru mikilsháttar skáldverk sem eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Höfundarferill hans spannar um tvo tugi skáldsagna, tugi smásagna, fáein leikrit, töluvert af kvæðum og óteljandi greinar og fyrirlestra. Verk hans hafa komið út í stórum upplögum á yfir tuttugu þjóðtungum. Er Aðventa sú saga sem víðast og oftast hefur verið gefin út.

Gunnar á skrifstofu sinni á Skriðuklaustri.Eftir að Gunnar sneri heim dró úr ritsmíðum hans. Þrjár skáldsögur sendi hann þó frá sér, Heiðaharm, Sálumessu og Brimhendu. Einnig gaf hann út tvær Árbækur sem í voru greinar, sögur og kvæði, sumt nýtt en annað gamalt. Á 6. áratugnum fékk Gunnar hjartaslag og upp úr því sneri hann sér að því að þýða á íslensku þau meginverk sín sem aðeins voru til í þýðingum annarra. Þrátt fyrir að vera ánægður með flestar þýðingarnar vildi hann skila verkum sínum til þjóðarinnar með eigin málfari.

Gunnar Gunnarsson lést 21. nóvember 1975 og var lagður til hinstu hvíldar í hinum forna klausturgarði í Viðey. Hinn 22. október árið eftir lést Franzisca og var jarðsett við hlið bónda síns. Gunnar var lútherskur en Franzisca kaþólsk og þau vildu hvíla í kirkjugarði sem vígður var samkvæmt báðum siðum.

Gunnar Gunnarsson á Skriðuklaustursárunum. Gunnar og Franzisca byggðu sér hús að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík þegar þau fluttu suður í höfuðborgina og bjuggu þar til æviloka.  Gunnar Gunnarsson sem virðulegur öldungur á níræðisaldri. Ljósm. Ólafur K. Magnússon.  Í stiganum heima á Dyngjuvegi. Gunnar nýtur útsýnisins yfir höfnina í Reykjavík. Ern á níræðisaldri í viðtali við blaðamann frá Morgunblaðinu. Ern á níræðisaldri í viðtali við blaðamann frá Morgunblaðinu. Dyngjuvegur 8 í Reykjavík

 

Æskan Gunnar og Þýskaland
Þrautin Tilnefningar til Nóbelsverðlauna
Framinn Skandinavismi
Heimförin
 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

...og blóðborið lífið
endurfæðist æ ofan í æ,
sprettur ungt og eilífferskt
upp úr berri klöppinni
- á hverju einasta vori.

Svartfugl 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni