Þú ert hér: Home Skáldið Lífshlaupið Framinn
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Framinn

Prenta út

Gunnar sendi föður sínum og stjúpmóður þessa mynd af sér jólin 1915.Fyrri heimsstyrjöldin skall á 1914. Með henni hrundi heimsmynd margra og sagnagerð Gunnars gjörbreyttist. Veturinn 1914-1915 samdi hann Strönd lífsins, bók sem endurspeglar brotna lífsmynd og tilvistarkreppu.

Gunnar hlaut eftirsóttan rithöfundastyrk 1919 og notaði hann til dvalar í Rapallo á Norður-Ítalíu þar sem hann skrifaði Sælir eru einfaldir. Þótti hún besta bók hans frá upphafi og var almennt hrósað sem einni bestu bók á Norðurlöndum.

Fjallkirkjan
Gunnar stóð á hátindi frægðarinnar þegar hann samdi Fjallkirkjuna, byggða á eigin ævi. Bækurnar í sögunni urðu alls fimm og komu Gunnar hugsi.út 1923-1928. Íslendingar fengu ekki að kynnast þessu stórvirki skáldsins fyrr en löngu síðar. Af einhverjum ástæðum varð hlé á þýðingu og útgáfu á verkum Gunnars hér á landi frá 1922 og allt til 1938 þegar Svartfugl kom út.

En þó að Íslendingar hafi lítið hugsað til hans þá var hugur Gunnars ætíð bundinn föðurlandinu. Þar gerðust sögur hans og hann vildi veg Íslands sem mestan. Árið 1929 kom út eftir hann Island - Land og Folk og 1935 gaf hann út stærra kynningarrit, Sagaøen. Jafnframt stóð hann að nýrri myndskreyttri danskri útgáfu á helstu Íslendingasögunum og þýddi þá sjálfur Grettissögu.

Sameining Norðurlanda í eitt bandalagsríki var eitt af mörgum hugðarefnum Gunnars á þriðja áratugnum. Hann taldi Norðurlöndum m.a. stafa hætta af stórum grönnum sínum í austri og suðri, ekki síst Þýskalandi. Um sameininguna skrifaði hann greinar og flutti ræður og fyrirlestra. Hluti kom út í bókinni Det Nordiske Rige.

Gunnar skrifaði fyrsta bindið af Sögu Borgarættarinnar í litlu kvistherbergi í Kaupmannahöfn. Húsið Grantofte í Værløse keyptu þau Franzisca 1921. Gunnar sitjandi á skrifborðinu á Gammel Kongevej árið 1915. Þetta skrifborð átti eftir að fylgja honum alla tíð og stendur nú í skrifstofu hans á Skriðuklaustri. Gunnar var sæmdur Riddarakrossi hinnar Íslensku Fálkaorðu 1930. Síðar hlaut hann Stórriddarakross (1933), Stórriddarakross með stjörnu (1940) og Stórkross (1964). Gunnar hlaut eftirsóttan rithöfundastyrk 1919, Det Anckerske Legate. Styrkinn nýtti hann til dvalar í Rapallo á Norður-Ítalíu þar sem hann skrifaði Sælir eru einfaldir, bók sem talin var ein sú besta á Norðurlöndum á þeim tíma.Hér sitja Franzisca, Gunnar og Gunnar yngri úti undir vegg á Ítalíu sumarið 1919. Gunnar yngri, Franzisca og Gunnar í vinnustofu skáldsins í Fredsholm. Hesturinn Doppa á beit í bakgarðinum á Friðarhólmi.  Gunnar, Franzisca og Gunnar yngri ásamt íslenskum hesti við Fredsholm. Gunnar og Einar Dessau fengu sekt og tiltal vegna hraðaksturs árið 1910. Dessau þessi var framkvæmdastjóri Tuborg bruggverksmiðjunnar og brautryðjandi í talstöðvanotkun áhugamanna (Radío Amatör). Vilduð þið ná tali af mér?

 


Æskan Gunnar og Þýskaland
Þrautin Tilnefningar til Nóbelsverðlauna
Heimförin Skandinavismi
Leiðarlokin

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

     En - var ekki allt líf fórn?
 - væri því réttilega lifað.
Er það ekki það sem er gátan?

Aðventa 1937


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni