Gunnarshús 3. júlí. Ljósmynd Katriina Ranne

Sýningu Soffíu Sæmundsdóttur, Dalverpi, minningar og fundnir hlutir, lýkur laugardaginn 7. júlí í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Daginn eftir, sunnudaginn 8. júlí verður Íslenski safnadagurinn í hávegum hafður og ókeypis inn á safnið og í leiðsögn um fornleifasvæðið. Þá mun danska listakonan Litten Nyström einnig opna nýja sýningu í gallerí Klaustri undir heitinu Árangur (Landvinding/Achievement). Sú sýning er innsetning unnin sérstaklega með tilliti til staðarins og mun Litten vinna bæði úti og inni á sunnudaginn frá kl. 14 og fram eftir degi við að skapa innsetninguna. Áhugasamir eru því hvattir til að mæta og fylgjast með sýningunni verða til. Litten Nyström er dönsk en hefur búið á Seyðisfirði síðasta árið. Hún hefur haldið einkasýningar í Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur