Þú ert hér: Home Skáldið
 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Skáldið

Undirskrift skáldsins.Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson fæddist 18. maí 1889 á Valþjófsstað í Fljótsdal, næsta bæ við Skriðuklaustur. Sjö ára fluttist hann með foreldrum sínum að Ljótsstöðum í Vopnafirði þar sem móðir hans dó ári síðar. Gunnar ól ungur með sér þann draum að verða skáld og 1906 fékk hann útgefin tvö lítil ljóðkver sem hétu Vorljóð og Móður-minning. Sem fátækur bóndasonur hélt hann 18 ára til náms við lýðskólann í Askov í Danmörku. Í stað þess að snúa aftur heim að námi loknu vildi hann reyna til þrautar að verða rithöfundur.

Frægð og frami komu ekki fyrirhafnarlaust. Hann lifði um skeið við kröpp kjör í Árósum og Kaupmannahöfn og las og skrifaði til að þroska skáldgáfuna. Þar kom að þrautagangan bar árangur. Vorið 1912 samþykkti Gyldendal forlagið að gefa út skáldsögu eftir Gunnar. Ísinn var brotinn og skáldið unga kvæntist ástinni sinni, Franziscu Antoniu Josephine Jørgensen.

Gunnar Gunnarsson náði vinsældum með fyrstu skáldsögu sinni, Sögu Borgarættarinnar, sem kom út 1912-1914 og var kvikmynduð á Íslandi 1919 af Nordisk Film. Næsta aldarfjórðung sendi hann frá sér skáldsögur, smásögur, kvæði og leikrit ásamt því að taka virkan þátt í þjóðmálaumræðu á Norðurlöndum með greinaskrifum. Bækur hans komu út í stórum upplögum víða um lönd en mestum vinsældum náði hann í Danmörku og Þýskalandi.

Gunnar skrifaði flestar bækur sínar á dönsku en sögusviðið var ætíð íslenskt. Hugur hans var bundinn ættjörðinni og 1939 sneri hann heim. Á Skriðuklaustri reisti hann stórhýsi drauma sinna og ætlaði að stunda stórbúskap með ritstörfunum. Þau áform gufuðu upp í þjóðfélagsbreytingum stríðsáranna. Gunnar og Franzisca fluttu til Reykjavíkur 1948 og gáfu íslensku þjóðinni Skriðuklaustur.

Á 6. áratugnum komu út síðustu frumsömdu skáldsögur Gunnars en seinustu árin notaði hann til að þýða eigin verk á íslensku. Gunnar lést í Reykjavík 21. nóvember 1975 og Franzisca ári síðar. Þau er jarðsett í Viðey.

We are members

 • Austfirskar krásir
 • Saga Trails in Iceland
 • Vakinn
 • Meet the locals
Previous Next

What people are saying

 • Trip Advisor
 • Facebook

Upplýsingar

 • Opið

 • Hvar?

 • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni