Rithöfundalestin brunar um Austurland

Rithöfundalestin verður á ferð um Austurland 16. - 19. nóvember og stoppar á sex stöðum þetta árið. Kjarna lestarinnar mynda höfundarnir: Arndís Þórarinsdóttir með barnabókina MömmuskiptiBergþóra Snæbjörnsdóttir með skáldsöguna Duft - söfnuður fallega fólksinsNanna Rögnvaldardóttir með skáldsöguna Valskan; og Eskfirðingarnir Sævar Guðjónsson og Þórhallur Þorvaldsson með bókina um Palla í Hlíð - stilkur úr lífshlaupi ævintýramanns. Jafnframt verða kynnt fleiri verk er tengjast Austurlandi og verður viðburðurinn á Skriðuklaustri í opnu streymi á netinu.

Upplestrarsamkomur Rithöfundalestarinnar verða sem hér segir:

Fimmtudaginn 16. nóv. á Vopnafirði í Uss Bistro Kaupvangi kl. 20:30; föstudaginn 17. nóv. í Löngubúð á Djúpavogi kl. 20:00; laugardaginn 18. nóv. í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 14:00 og í Skaftfelli Seyðisfirði kl. 20:00. Lestarferðinni lýkur á sunnudeginum 19. nóv. með viðburði á Skriðuklaustri kl. 13.30 (verður einnig í streymi) og á KHB ölstofu á Borgarfirði kl. 20:00.

Allar frekari upplýsingar er að finna á facebook síðum gestagjafa upplestaranna. 

Rithöfundalestin er að stofni til frá 1992 og nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands og austfirskra fyrirtækja sem og annarra aðila.