UMHVERFISSTEFNA OG FRAMTÍÐARSÝN

Gunnarsstofnun hefur sjálfbæra þróun og verndun umhverfisins að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Á þann hátt leggur stofnunin sitt af mörkum til að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi Gunnarsstofnunar til að draga úr álagi á umhverfið, auka gæði og vekja áhuga á innra umhverfisstarfi. Stefnan tekur til allrar starfsemi Gunnarsstofnunar og á einnig við um innkaup, vinnuumhverfi, notkun auðlinda og meðferð efna og úrgangs. Gunnarsstofnun fylgir lögum og reglum um umhverfismál í starfsemi sinni. Forstöðumaður stofnunarinnar er ábyrgur fyrir framkvæmd stefnunnar. Allt starfsfólk stofnunarinnar framfylgir umhverfisstefnunni og hefur hana að leiðarljósi í störfum sínum. Sérhver starfs[1]maður sýnir gott fordæmi og leggur sitt af mörkum í þágu umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar.

MARKMIÐ

AÐGERÐIR OG AÐFÖNG

EFNANOTKUN, ENDURNÝTING OG MEÐFERÐ ÚRGANGS

SAMGÖNGUR

UMHVERFISVÍSAR OG FRÆÐSLA

 

Þessi umhverfisstefna er hluti af STEFNU GUNNARSSTOFNUNAR 2018-2027 og  sem slík tekin til endurskoðunar á fimm ára fresti