Gestastofa fyrir Vatnajökulsþjóðgarð var opnuð í nágrenni Gunnarshúss á Skriðuklaustrið árið 2010. Húsið fékk nafnið Snæfellsstofa og er fyrsta íslenska húsið sem fær umhverfisvottunina BREEAM. Í Snæfellsstofu er upplýsingagjöf til ferðamanna og minjagripaverslun en jafnframt gagnvirk sýning fyrir börn og fullorðna um náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs. Á sumrin er boðið daglega upp á barnastundir með landvörðum.