Þú ert hér: Home Fréttir
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Fréttir

Ljóðalestur og konudagskaffi

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

kata markoSunnudaginn 23. feb. verður ljóðalestur á Skriðuklaustri. Finnsku ljóðskáldin Katariina Vuorinen og Marko Niemi lesa úr verkum sínum ásamt Ingunni Snædal og fleiri austfirskum skáldum. Katariina og Marko hafa að undanförnu dvalið hér á landi vegna samstarfs íslenskra og finnskra ljóðskálda og lesið m.a. í Norræna húsinu og á Hörmungardögum á Hólmavík. Ljóðalesturinn hefst kl. 14.30 og að honum loknum er konudagskaffi hjá Klausturkaffi. Kaffihúsið er opið kl. 15 - 17 á konudaginn.

 

Aurskriða á Skriðuklaustri

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

landslide january 2014Aðfaranótt 23. janúar féll aurskriða úr Klausturhæð ofan og innan við Gunnarshús, beint upp af húsinu Skriðu. Látlaus rigning og vatnsveður síðustu daga setti af stað jarðveg um 200 m uppi í fjallinu og er skriðan um 40 m þar sem hún er breiðust. Skriðan fór niður að vegi og aðeins upp á hann svo að ryðja þurfti burt aur um morguninn. Langt er síðan fallið hefur aurskriða ofan við Skriðuklaustur en greinilegt að staðurinn stendur enn undir nafni. Fleiri myndir af aurskriðunni má sjá inni á http://www.flickr.com/photos/skriduklaustur/sets/72157640073724975/

 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

We are members

  • Austfirskar krásir
  • Saga Trails in Iceland
  • Vakinn
  • Meet the locals
Previous Next

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni