Þú ert hér: Home Fréttir
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Fréttir

Tréskurður - handverk og list

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

treskurdur 1Sunnudaginn 30. mars kl. 14 verður opnuð sýningin Tréskurður – Handverk og list. Á sýningunni eru fjölbreytt skurðverk eftir tólf félagsmenn í Félagi áhugamanna um tréskurð, sex karlmenn og sex konur. Verkin eru úr ólíkum viðartegundum og af fjölbreyttum toga; lágmyndir, smáhlutir, askar, lampar, speglar, kistlar og styttur svo nokkuð sé nefnt. Verkin eru ýmist hefðbundin tréskurðarverk eða eigin hugarsmíð tréskeranna. Auk tréútskurðar eru á sýningunni gripir úr horni og hvaltönnum. Sýningin er komin frá Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og sýningarstjóri er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.

Þátttakendur í sýningunni eru þau; Anna Lilja Jónsdóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Friðgeir Guðmundsson, Guðmundur Ketill Guðfinnsson, Guðný Jóhanna Kjartansdóttir, Jón Adólf Steinólfsson, Karen Huld Gunnarsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Sigga á Grund, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurjón Gunnarsson og Stefán Haukur Erlingsson. Sýnendurnir hafa sumir hverjir stundað tréútskurð í áratugi og hafa hann starfi sínu á meðan aðrir hafa nýlega kynnst tréskurði og hafa hann sem áhugamál meðfram annarri vinnu.

Sýningin Tréskurður – Handverk og list stendur til 4. maí á Skriðuklaustri. Hún verður opin á sunnudögum í apríl (kl. 14-17), og á þriðjudögum og miðvikudögum (kl. 11-15) og um páskana (kl. 12-17).

 

Ljóðalestur og konudagskaffi

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

kata markoSunnudaginn 23. feb. verður ljóðalestur á Skriðuklaustri. Finnsku ljóðskáldin Katariina Vuorinen og Marko Niemi lesa úr verkum sínum ásamt Ingunni Snædal og fleiri austfirskum skáldum. Katariina og Marko hafa að undanförnu dvalið hér á landi vegna samstarfs íslenskra og finnskra ljóðskálda og lesið m.a. í Norræna húsinu og á Hörmungardögum á Hólmavík. Ljóðalesturinn hefst kl. 14.30 og að honum loknum er konudagskaffi hjá Klausturkaffi. Kaffihúsið er opið kl. 15 - 17 á konudaginn.

 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

We are members

  • Austfirskar krásir
  • Saga Trails in Iceland
  • Vakinn
  • Meet the locals
Previous Next

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni