Þú ert hér: Home Fréttir
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Fréttir

Rithöfundar og Grýlugleði

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

hofundar14Framundan eru fastir viðburðir á Skriðuklaustri. Laugardaginn 29. nóv. mun rithöfundalestin renna í hlað  kl. 14. Gyrðir, Þórarinn Eldjárn, Soffía Bjarna, Kristín Eiríks og Gísli Páls lesa úr nýjum verkum og með í för verða austfirsk skáld og þýðendur, Stefán Bogi, Hrafnkell Lár, Sigga Lára, Kristian Guttesen. Aðgangseyrir kr. 1000 og 500 kr. fyrir börn (16 ára og yngri) og eldri borgara. Kaffi og kökur innifalið. Höfundarnir munu einnig lesa á Vopnafirði, Seyðisfirði og Norðfirði og nýtur rithöfundalestin stuðnings Forlagsins, Dimmu, Síldarvinnslunnar, Alcoa Fjarðaáls, Flugfélags Íslands og Bílaleigu Akureyrar. Sunnudaginn 30. nóv. er síðan komið að árvissri Grýlugleði. Hún hefst kl. 14 en að þessu sinni ætlar Klausturkaffi ekki bara að bjóða upp á jólakökuhlaðborð heldur verður einnig fjölskyldujólahlaðborð í boði frá kl. 12-14. Pantanir í það eru hjá Elísabetu í síma 471-2992 eða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Að venju er frítt inn á Grýlugleðina. Verið velkomin í Skriðuklaustur!

 

Jólahlaðborðin hjá Klausturkaffi

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

haustfolSnjórinn er kominn og veturinn farinn að minna á sig. Klausturkaffi minnir á hin einstöku jólahlaðborð á Skriðuklaustri sem að þessu sinni verða helgarnar 28.-29. nóv. og 5.-6. des. Henta sérstaklega vel fyrir litla hópa og fjölskyldur og Fljótsdalsgrund býður tilboð á gistingu með morgunmat (8.100 kr.) fyrir gesti Klausturkaffis. Pantið tímanlega í síma 471-2992 eða á netfang  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Hægt er að sækja matseðilinn hér.

 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

We are members

  • Austfirskar krásir
  • Saga Trails in Iceland
  • Vakinn
  • Meet the locals
Previous Next

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni