Þú ert hér: Home Fréttir 2013
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Fréttir 2013

Jólakveðja frá Skriðuklaustri

Prenta út

Svanhildur Óskarsdóttir les AðventuHátíðin er að ganga í garð og góðu ári að ljúka. Gunnarsstofnun og Klausturkaffi óska öllum sem heimsóttu staðinn á árinu gleðilegra jóla og vonast til að sjá sem flesta aftur á nýju ári. Landsmenn allir eru minntir á að hlusta á lokalestur Aðventu á Rás 1 kl. 15. á morgun aðfangadag. Þá mun Svanhildur Óskarsdóttir ljúka lestri sínum á sögu Gunnars. En fyrir þá sem missa af þessu er hægt hlýða á upptöku af lestri Svanhildar í skrifstofu skáldsins á Skriðuklaustri 15. desember sl. hér  http://www.youtube.com/watch?v=9xpGW0NboD0

 

Aðventa lesin í Gunnarshúsum

Prenta út

des2013Aðventa verður að venju lesin þriðja sunnudag í aðventu á Skriðuklaustri. Að þessu sinni les Svanhildur Óskarsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun, söguna um Bensa og félaga hans. Lesturinn hefst kl. 14 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi og smákökur en lesturinn tekur rúmar tvær klukkustundir. Á sama tíma verður sagan lesin í Gunnarshúsi í Reykjavík, hjá Rithöfundasambandinu að Dyngjuvegi 8. Þar munu hjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson hefja lestur kl. 13.30. Þess má geta að sagan er lesin í Moskvu af rússneska leikaranum Veniamin Smekhov laugard. 14. des. og í Berlín las Matthias Scherwenikas Aðventu í íslenska sendiráðinu 1. des.

 

Rithöfundar og Grýla

Prenta út

klausturrodiUm næstu helgi koma góðir gestir í Skriðuklaustur. Laugard. 30. nóv. verða Jón Kalman, Vigdís Gríms, Andri Snær, Bjarki Bjarna og Sigríður Þorgríms á ferðinni og lesa upp úr bókum sínum kl. 14. Á sunnudaginn er síðan komið að árvissri Grýlugleði og hefst hún kl. 14 og jólakökuhlaðborð á eftir. Um þetta og fleira má lesa í Klausturpóstinum sem er kominn út.

 

Out of Place og súkkulaðikökur

Prenta út

out-of-placewebÍ tilefni af Dögum myrkurs er opið um næstu helgi 16. og 17. nóv. kl. 14-17 á Skriðuklaustri. Sýnd verða myndbandsverk eftir skoska listamenn sem fjalla um náttúru og sögu hinna dreifðu og afskekktu byggða á austurströnd Skotlands, m.a. um skoska úlfinn sem dó út fyrir 300 árum. Listamennirnir hafa allir tekið þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir Skotlands hönd. Frances Davis frá Timespan menningarmiðstöðinni í Helmsdale mun segja frá verkunum og starfsemi Timespan kl. 14 á laugardaginn. Klausturkaffi býður upp á súkkulaðikökur með meiru báða dagana. Sjá nánar um verkin og listamennina.

 

Á döfinni í skammdeginu

Prenta út

haustfolDagar myrkurs eru framundan í skammdeginu á Austurlandi og aðventan á næsta leiti. Enn er laust fyrir hópa og fjölskyldur í hinum víðfrægu jólahlaðborðum Klausturkaffis (sjá matseðil hér). Næstkomandi laugardag er Vetrarbrautarmót í lomber frá kl. 13-23 og er gestum velkomið að koma og fylgjast með en skráningar eru á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Aðra helgina í Dögum myrkurs verða sýnd 3 skosks myndbandsverk og Frances Davis frá menningarmiðstöðinni Timespan í Helmsdale í Skotlandi mun segja okkur frá þeim og miðstöðinni laugard. 16. nóv. kl. 14. Opið í súkkulaðikökur með meiru hjá Klausturkaffi bæði laugard. og sunnud. kl. 14-17. Síðan er rétt að minna á rithöfundalestina sem rennir í hlað 30. nóv. og Grýlugleðin verður á sínum stað 1. des.

 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni