Frá því að uppgreftri lauk á Skriðuklaustri árið 2012 hefur verið unnið að ýmis konar rannsóknum og miðlun á því sem fram fór í miðaldaklaustrinu. Árið 2012 var sett saman fyrsta þrívíddarlíkanið og það gerði Vala Gunnarsdóttir fornleifafræðingur.


Samstarf er við margmiðlunardeild St. Andrews háskólans í Skotlandi og hafa sérfræðingar þar fært gamla líkanið í nýjan búning og má meðal annars sjá árangur þess hér (roundme).

  Skoðaðu margmiðlunarefni Roundme

Á sýningunni á Skriðuklaustri er hægt að prófa smáforrit og flakka milli herbergja í klaustrinu með aðstoð sýndarveruleika og hlýða á leiðsögn Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Meiri margmiðlun varðandi sögu klaustursins er í smíðum og mun líta dagsins ljós innan CINE - verkefnisins.

Vefur CINE