Þú ert hér: Home Skáldið Skáldverk
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Skáldverk

Hluti af skáldverkum Gunnars.

 

Mig dreymdi draum, þegar ég var ungur. Ég gekk eftir götu og í hallinu
hinum megin við götuna lágu bók við bók og ég vissi að þessar bækur
voru mitt verk. Ég reyndi að lesa í þeim, ætlaði að læra þær í snatri,
en vaknaði af ákafanum og mundi ekki orð af því sem í þeim stóð.

Gunnar Gunnarsson var afkastamikill rithöfundur og bestu bækur hans eru mikilsháttar skáldverk sem eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Má þar nefna verk eins og Aðventu, Fjallkirkjuna, Sælir eru einfaldir og Svartfugl. Höfundarferillinn spannar um tvo tugi skáldsagna, óteljandi smásögur, fáein leikrit, töluvert af kvæðum og ógrynni greina og fyrirlestra. Er Aðventa sú saga sem víðast hefur farið. Gunnar var tilnefndur nokkrum sinnum til Nóbelsverðlauna í bókmenntum. Næst því að hljóta þau komst hann 1955 þegar skáldbróðir hans Halldór Laxness fékk þau.Fleiri greinar...
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni