Þú ert hér: Home Skáldið Skáldverk Fyrstu bækur
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Fyrstu bækur

Prenta út

Ljóðakverin Vorljóð og Móðurminning.

Gunnar Gunnarsson var aðeins 17 ára þegar hann gaf út sínar fyrstu ljóðabækur. Þær komu út hjá Oddi Björnssyni á Akureyri árið 1906 og báru heitin Vorljóð og Móðurminning. Kvæðin eru nýrómantísk og bera þess merki að vera ort af skáldi sem er að stíga sín fyrstu skref.

Í sumum þeirra má þó sjá drætti sem síðar áttu eftir að skila höfundinum langt í heimi bókmenntanna. Náttúrusýn hins unga skálds er sterk og umhverfið dregið skýrum dráttum.


Í Vorljóðum eru 22 kvæði sem fjalla um vorið, ástina og náttúruna. Þetta eru kvæði pilts sem er að byrja að takast á við ævintýri lífsins. Í Móðurminningu eru á hinn bóginn saknaðarkvæði ungs drengs til látinnar móður. Gunnar sagði alltaf að sóttdauði móður sinnar, þegar hann var aðeins 8 ára, hefði sett mark á allan skáldskap sinn og fyrstu merki þess sjást í Móðurminningu.

Oft þegar sólin í austrinu skein
og andvarinn leið yfir grundu
og daggperlur glitrandi, ein og ein,
af angandi blómunum hrundu;
og fuglarnir léku sér hól af hól
og hljómfögur vorkvæði sungu,
og fiðrildin reyndu að finna sér skjól
og fæðu hjá blómunum ungu,


þá gengum við mamma mín hlíð úr hlíð
og hlýddum á smáfuglakliðinn
og ljóðmálin þeirra, svo lipur og þýð,
um lífið og árdegisfriðinn,
og horfum á blómin svo blikandi rjóð,
og bláspegil lækjarins tæra,
og snæþöktu fjallanna glampandi glóð,
og geislaskrúð bláhvelsins skæra.


(Móðurminning, 1906, bls. 15.)

SvalanÞriðja bókin sem Gunnar gaf út var einnig ljóðabók. Digte kom út hjá V. Pios Boghandel í Kaupmannahöfn 1911. Í henni eru 19 kvæði á dönsku, þar af sjö sonnettur. Flest fjalla kvæðin um ástina og í mörgum er glettinn undirtónn. Sum kvæðanna höfðu birst áður í blöðum og tímaritum en ljóðabókin var tileinkuð stóru ástinni í lífi Gunnars, Franziscu Antoniu Josephinu Jørgensen.

Hægt er að lesa Digte á vefnum bækur.is.

Eintak af Digte sem Gunnar sendi föður sínum til Íslands. Sögur var gefin út í Reykjavík 1912, stuttu áður en Gunnar sló í gegn í Danmörku.

 

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni