Þú ert hér: Home Skáldið Skáldverk Borgarættin
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Borgarættin

Prenta út

Atriði úr kvikmyndinni Borgslægtens Historie. Guðmundur Þorsteinsson (Muggur) lengst til vinstri í hlutverki Ormarrs Örlygssonar.Skáldsagan sem færði Gunnari Gunnarssyni frægð og frama í Danmörku var Saga Borgarættarinnar, sagan af Ormarri Örlygssyni og hans fólki. Hún kom út hjá Gyldendal í fjórum bindum á árunum 1912-1914 og náði strax á þriðja bindi miklum vinsældum.

Þó að Gunnar teldi hana síðar vera ófullkomið byrjendaverk þá þakkaði hann Borgarættinni það að hann náði að helga sig ritstörfum og láta draum sinn um vinnu við skáldskap rætast.


Gunnar Sommerfeldt leikstjóri myndarinnar í hlutverki sínu sem Ketill.Saga Borgarættarinnar var kvikmynduð 1919, fyrst íslenskra skáldsagna. Það var hinn kunni danski leikstjóri og leikari Gunnar Sommerfeldt sem átti hugmyndina að því og kom til Íslands á vegum Nordisk Film Kompani með fríðu föruneyti í ágústbyrjun 1919. Gunnar skáld var með í för og fylgdi kvikmyndatökuliðinu vítt og breitt um Suður- og Vesturland. Vakti leiðangurinn mikla athygli því að 40 hesta og flutningabifreið þurfti undir farangurinn. Myndað var í Reykholti í Borgarfirði, við Gullfoss og Geysi, á Keldum á Rangárvöllum, í Kaldadal, við Hvítársíðu og víðar. Síðan var komið aftur til Reykjavíkur um miðjan september og reist sviðsmynd við Amtmannstún. Tökum lauk um miðjan október og var myndin frumsýnd um haustið 1920 við miklar vinsældir. Var þetta dýrasta mynd sem Nordisk Film hafði gert til þessa en Gunnar Sommerfeldt tókst næst á við Gróður jarðar eftir Knut Hamsun.

Borgarættin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og var endurútgefin í Danmörku margoft nær alla 20. öldina. Var hún meðal annars vinsæl fermingargjöf þar í landi um langt skeið.

Borgarættin kvikmynduð

borgprogramKvikmyndin um Sögu Borgarættarinnar var það löng að hún var sýnd í tvennu lagi. Fyrri hlutinn, sem byggði á fyrstu tveimur bindum sögunnar, var frumsýndur í stærsta kvikmyndahúsinu í Kaupmannahöfn 27. ágúst 1920. Seinni hlutinn var frumsýndur 7. september.
Myndin fékk afar góða dóma og mikla aðsókn. Gunnar sjálfur lét sig þó vanta á frumsýninguna enda hafði honum orðið sundurorða við leikstjórann Sommerfeldt og handritshöfundinn Valdemar Andersen um gerð myndarinnar. Saga Borgarættarinnar var sýnd víða um lönd. Á Íslandi var hún frumsýnd í Nýja bíói í janúar 1921 og voru skiptar skoðanir meðal Íslendinga um frammistöðu leikara. Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) þótti standa sig langbest að mati flestra.

 

breftilsig umormar   borgu leute slegten

 

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

     En - var ekki allt líf fórn?
 - væri því réttilega lifað.
Er það ekki það sem er gátan?

Aðventa 1937


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni