Þú ert hér: Home Skáldið Skáldverk Aðventa
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Aðventa

Prenta út

Teikning eftir Gunnar Gunnarsson yngri

Gunnar Gunnarsson lagði grunninn að sinni vinsælustu sögu, Aðventu, með smásögunni Góða hirðinum (Den gode Hyrde) í tímaritinu Julesne 1931. Söguna byggði hann á frásögn Fjalla-Bensa, Benedikts Sigurjónssonar, af svaðilförum við eftirleitir á Mývatnsöræfum.

Aðventa kom fyrst út 1936 í Leipzig í útgáfuröðinni Reclam Universal-Bibliothek undir heitinu Advent im Hochgebirge og var innlimuð í bókaflokkinn Meisternovellen.  Haustið 1937 kom sagan út á dönsku og hefur nú verið gefin út á 10 tungumálum um víða veröld og hvarvetna selst vel. Stærsta upplagið var prentað í Bandaríkjunum þegar hún var gjafabók í Book of the Month Club 1941 og fór í mörg hundruð þúsundum eintökum. Þá er hún enn gefin út á nokkurra ára fresti hjá Reclam í Þýskalandi og hafa frá styrjaldarlokum selst yfir 400.000 eintök af henni þar í landi. Það má því leiða líkum að því að Aðventa hafi selst í yfir milljón eintökum frá því hún kom út fyrir tæpum 70 árum.

Gunnar og Walt Disney

Blaðagrein úr bandarísku tímariti um útgáfu Aðventu.Sagt er að Walt Disney hafi á sínum tíma haft áhuga á að gera teiknimynd eftir Aðventu og hringt í Gunnar sjálfan.
Þegar skáldið hafi spurt kvikmyndajöfurinn um hvaða laun kæmu í sinn hlut fyrir réttinn til kvikmyndatöku, hafi Disney sagt að hann væri nú vanari því að fá greitt. Að fengnu því svari lagði Gunnar á enda hafði hann litla trú á kvikmyndum eftir bitra reynslu af því hvernig Sögu Borgarættarinnar var umbreytt í höndum Nordisk Film Kompani 1919.

 

 Ritdómur á Aðventu úr bandarísku tímariti. Masha Simkovitch myndskreytti Aðventu þegar hún var gefin út í Bandaríkjunum 1940.   Uppkast Gunnars að sögunni.  adventa2 Smásagan um Góða hirðinn í danska tímaritinu Julesne. adhoch  adventamogm adventtysk2006 adventtysk1951 adventtyska2000 adventdansk adventfran adventsaensk advent2007

 

 
 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

     En - var ekki allt líf fórn?
 - væri því réttilega lifað.
Er það ekki það sem er gátan?

Aðventa 1937


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni