Þú ert hér: Home Skáldið Skáldverk Fjallkirkjan
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Fjallkirkjan

Prenta út

auglysing

Fjallkirkjan, sagan af Ugga Greipssyni er byggð á ævi Gunnars sjálfs þó að lögmál skáldskaparins hafi ráðið meiru í henni en raunveruleikinn eftir því sem höfundurinn sagði sjálfur. Lýsing skáldsins á æskuárum Ugga er einstök í íslenskum bókmenntum og hafa margir viljað setja verkið á stall með bernskusögum Gorkís, Pagnols og fleiri heimsfrægra höfunda. 


Fjallkirkjan naut ekki einungis vinsælda í Skandinavíu og Þýskalandi. Hún var gefin út í Bandaríkjunum 1938 og fór fyrsta bindi hennar, Ships in the sky, beint í 6. sæti metsölulista bókaverslana í New York. Jafnframt fékk hún frábæra dóma gagnrýnenda sem kepptust við að lofa hana.
Á Íslandi kom sagan fyrst út í þýðingu Halldórs Laxness 1941-1943. Sú þýðing kom síðan út í einni bók með myndskreytingum Gunnars yngri listmálara 1951.

Upphafsorð í Fjallkirkjunni

Árin, þegar ég var ungur og saklaus af öðru en erfðasyndinni; árin, þegar atvik líðandi stundar efldu með mér lífsreynslu lausa við beiskju; árin, þegar vorkunn mín með öllu kviku var einlæg og ógagnrýn; árin, þegar Drottinn stóð mér fyrir hugskotssjónum sem vænn og virðulegur föðurafi, Kölska hins vegar á stundum svipaði til ofurlítið viðsjáls og til alls búins, en samt ekki sérlega hættulegs og raunar fremur einfalds móðurafa; árin, þegar ljósið var í senn ljós og sigursælt ljós og hægurinn hjá að særa burt allan myrkva ótta og nætur með einu stöku Faðirvori og signingu; árin, þegar mig að morgni vart óraði fyrir kvöldinu fram undan, en sat ugglaus undir vallgrónum vegg og lék mér að stráum; - þau ár eru liðin og eiga ekki afturkvæmt.
Og það eru ekki árin ein, sem eru á bak og burt. Fjöldinn allur af fólki því, sem þá var uppi, er hniginn til moldar eða horfinn út í buskann. Jafnvel endurminningin deplar gleymnu auga, líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

teiknfjall listi  himmel shiffe

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Öll erum við ekkert
nema sjórekin lík!
...Sjórekin lík
...á strönd
...lífsins

Strönd lífsins 1915


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni