Þú ert hér: Home Skáldið Lífshlaupið
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

LífshlaupiðHeimförin

Prenta út

Gunnar um 1930Áratugirnir 1920-1940 voru frjóasta skeið ævi Gunnars og afköstin með ólíkindum, ekki aðeins á sviði skáldskapar heldur einnig á öðrum sviðum ritstarfa og menningarafskipta, sem og í pólitískum deilum.

Dönsk blöð og tímarit voru honum ævinlega mikill vettvangur. Á 4. áratugnum komu út margslungin verk eins og Vikivaki og Blindhús. Þá hélt Gunnar einnig áfram með sagnaflokk sem byggður var á sögu Íslands og hann hóf 1918 með Fóstbræðrum. Gunnar var orðinn mikilsvirtur höfundur og voru verk hans þýdd á fjölda tungumála um leið og þau komu út. Við hann voru löng og stutt viðtöl og endalausar myndbirtingar af honum, fjölskyldu hans og heimili. Áratugum saman var við hann látið eins og stórstjörnur í dag. Mestar voru vinsældir hans í Danmörku og Þýskalandi, en danska hans þótti svo góð að bækur hans voru nýttar til móðurmálskennslu í dönskum skólum.

Heimförin
Á skipsfjöl.Heimþrá olli því að Gunnar fluttist aftur til föðurlandsins. Árið 1926 keypti hann heiðarjörðina Arnarvatn inn af Vopnafirði og grannjörðina Kálffell 1932. Þær slóðir eru sögusvið m.a. Heiðaharms. Árum saman fylgdist Gunnar með fölum stórjörðum á Íslandi. Þannig lá m.a. við að hann festi kaup á jörðum í Borgarfirði syðri og Viðey og Korpúlfsstaðir komu einnig til greina. En þegar Skriðuklaustur í fæðingarsveit hans varð falt 1938 stóðst Gunnar ekki lengur mátið. Hann keypti jörðina, ætlaði sér að stunda þar búskap með reisn og byggði stórhýsi sem gamall vinur hans, þýski arkitektinn, Fritz Höger, teiknaði fyrir hann í bæverskum stíl. Húsið reis sem höll í dalnum á nokkrum mánuðum. Grunnur var tekinn vorið 1939 og flutt inn fyrir jól saman ár.

Með Guttormi Pálssyni riðu þeir Gunnararnir inn í Valþjófsstað og hafa þá trúlega farið um hlaðið á Skriðuklaustri. Feðgarnir með frændfólki á Valþjófsstað. Gunnar á þeim stað sem hann kunni hvað best við sig; innan um kindur á Ljótsstöðum. Gunnar skáld ásamt Gunnari listmálara og sonardótturinni Franziscu við heysátu á Skriðuklaustri 1945. Úr kveðjuhófi til heiðurs Gunnari fyrir heimförina 1939. Fjölmenni var mikið enda mörg félög sem að þessu stóðu. Gunnar undi hag sínum vel á Skriðuklaustri en heimsstyrjöldin og þær þjóðfélagsbreytingarsem hún hafði í för með sér eyðilögðu búskaparáform hans. Margt góðra gesta bar að garði í Fljótsdalnum. Hér eru Gunnar og Franzisca í lautarferð með sænsku sendiherrahjónunum ásamt Sigrúnu Blöndal og frú Önnu Friðriksson. Gunnar gefur aðdáanda eiginhandaráritun. Skriðuklaustur Byggingarnar á Skriðuklaustri um það leyti sem Gunnar gaf ríkinu staðinn.

 

Æskan Gunnar og Þýskaland
Þrautin Tilnefningar til Nóbelsverðlauna
Framinn Skandinavismi
Leiðarlokin
 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni