Þú ert hér: Home Skáldið Lífshlaupið Þrautin
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Þrautin

Prenta út

Gunnar 1907, kominn til Danmerkur.Upp úr aldamótunum las Gunnar grein um lýðháskólana í Danmörku. Þar sá hann tækifæri til að ganga menntaveginn sem var honum lokaður hér á landi vegna fátæktar.

Hann fékk vist í lýðháskólanum í Askov á Jótlandi og var þar í tvo vetur, 1907-1909. Lýðháskólinn hafði mótandi áhrif á Gunnar. Þar bætti hann málakunnáttu sína og las heimsbókmenntir. Skáldgáfan fékk að njóta sín og hann var m.a. fenginn til að yrkja hyllingarkvæði til skólans á nemendamóti 1908.

Kröpp kjör
Mynd af Gunnari tekin í Árósum.Gunnar ákvað að gerast rithöfundur á danska tungu vegna þess að íslenskan var töluð af fámennri þjóð. En frægð og frami komu ekki fyrirhafnarlaust.
Fyrsta skáldsaga Gunnars, Trond Ørnen, hlaut ekki náð fyrir augum útgefenda. Frá hausti 1909 og fram til 1912 lifði Gunnar við kröpp kjör, fyrst í Árósum og síðan í Kaupmannahöfn. Mestum tíma varði hann á bókasöfnum og dró fram lífið á ritlaunum sem hann fékk fyrir kvæði, smásögur og greinar í tímaritum og blöðum.

Lífsförunautur
Undir árslok 1911 kom fyrsta bók Gunnars á dönsku út. Það var ljóðasafnið Digte. Bókin vakti enga athygli en var tileinkuð nýrri ástFranzisca Antonia Josephine Jörgensen í lífi Gunnars. Hann hafði kynnst lífsförunauti sínum. Franzisca Antonia Josephine Jörgensen hét hún og var fædd 4. apríl 1891 í Fredericia á Jótlandi. Faðir hennar var járnsmiður en móðirin af bæheimskum aðalsættum.

Saga Borgarættarinnar
Á nýársdag 1912 flutti Gunnar í lítið kvistherbergi í Kaupmannahöfn og skrifaði á fáum mánuðum fyrsta bindið af Sögu Borgarættarinnar. Um vorið tók Gyldendal bókina til útgáfu. Þar með var ísinn brotinn og glæstur ferill hafinn.

Gunnar og Franzisca gengu í hjónaband 20. ágúst 1912. Með hverju bindi af Sögu Borgarættarinnar sem Gunnar skilaði af sér til útgefanda vænkaðist hagur hans. Þegar fjórða bindið kom út 1914 var hann orðinn frægur í Danmörku. Slíkar voru vinsældir sögunnar að hún var fljótlega þýdd á önnur tungumál og Nordisk Film gerði kvikmynd eftir henni sem tekin var upp á Íslandi 1919.

Í Askov kynntist Gunnar (fremsta röð t.h.) ólgandi straumum evrópskrar menningar og æskulýðs. Hann lagði áherslu á að bæta málakunnáttu sína og lesa heimsbókmenntir. Mynd frá vorönn 1909. Gunnar Gunnarsson (sitjandi til hægri) var tvo vetur við nám í lýðháskólanum í Askov. Þar voru fleiri Íslendingar, þar á meðal Indriði Helgason síðar kaupmaður á Akureyri (stendur fyrir aftan Gunnar). Gunnar ásamt skólafélaga sínum við Askov, Indriða Helgasyni frá Skógargerði á Fljótsdalshéraði. Skólaspjaldsmynd af Gunnari vorið 1909. Skólaspjaldsmynd af Gunnari tekin í mars 1908. Aðalbyggingar lýðháskólans í Askov í byrjun 20. aldar. Bréf frá Gunnari til systur sinnar, skrifað í Askov 7. september 1907.

 

Æskan Gunnar og Þýskaland
Framinn Tilnefningar til Nóbelsverðlauna
Heimförin Skandinavismi
Leiðarlokin
 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni